Grunnnámskeið í Parkour og Sirkus Listum
óktober 17.-óktober 26.
þriðudagar og fimmtudagar
17:30-19:30
22.000kr
Komdu og lærðu að hlaupa upp veggi og svífa um loftin á sameiginlegu námskeiði Parkour Skúrsins, Kría Arial Arts og Hringleiks. Á námskeiðinu verður farið í allar helstu grunnæfingar í parkour (s.s. lendingar, hindranastökk, veggjahlaup og falltækni) sem og grunnæfingar í sirkuslistum, þar á meðal loftfimleikar í silki, handstöður og djöggl. Tímarnir eru á þriðjudögum og fimmtudögum og eru tvær klukkustundir í senn. Þetta eru fjórir tímar allt í allt og er fyrsti tíminn 17. október.
Námskeiðið er hugsað fyrir algjöra byrjendur og engin krafa gerð um fyrri reynslu.
Námskeiðið verður haldið við Sævarhöfða 21 í Parkour Skúrnum og Sirkushúsnæði Hringleiks
​
Samtals 8 klst. Námskeið
22.000 kr.
Allar fyrirspurnir sendist á parkourskurinn@gmail.com.

Meira um Félögin



Kría Aerial Arts býður upp á námskeið í loftfimleikum fyrir ungmenni og fullorðna. Okkar markmið er að bjóða upp á hvetjandi og opið umhverfi sem leggur áherslu á öryggi og framsækna kennslu til að rækta sjálfstraust, sem gefur nemendum tækifæri til að framkvæma hið ómögulega. Við bjóðum upp á námskeið fyrir byrjendur sem og lengra komna í loftfimleikum í silki, sem koma til móts við nemendum á öllum færnistigum. Í augnablikinu bjóðum við upp á námskeið, sem og einkatíma, í silki, lýru, liðleika og trapísu.
Lesið meira um það sem við bjóðum upp á hér: www.kriaaerialarts.com
Parkour Skurinn er fyrsti æfingasalurinn á Íslandi sérstaklega hannaður fyrir parkour iðkun. Við bjóðum upp á opna tíma á sunnudögum kl. 13:00-16:00 fyrir alla 10 ára og eldri (þarf ekki að skrá fyrirfram). Einnig bjóðum við upp á byrjenda og framhaldsnámskeið í parkour ásamt einkatímum, fyrir þá sem vilja sérsniðna og persónulega nálgun. Hægt er að leigja salinn fyrir hópa, t.d. afmæli, vinnustaðahópa eða félagsmiðstöðvar.
Lesið meir um það sem við bjóðum upp á hér: www.parkourskurinn.is
​
Hringleikur býður upp á jarðbundnar sirkusæfinar fyrir fullorðna og almennar sirkusæfingar fyrir ungmenni á sunnudögum (Æskusirkus). Markmið okkar er að styrkja sirkus senuna á Íslandi. Sirkusnámskeið framundan bjóða meðal annars upp á handtöðu og djöggl námskeið fyrir fullorðna. Hringleikur býður einnig upp á opna æfingatíma, þar á meðal "Juggle Jam" á þriðjudögum kl. 20:00-21:30.
Lesið meir um það sem við bjóðum upp á hér: www.hringleikur.is